Landsbankinn ætlar að eiga frumkvæði að samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og samtök um þróun á atvinnuháttum og innviðum sem stuðla að aukinni sjálfbærni íslensk atvinnulífs og samfélags með það að markmiði að tækifæri Íslands í þessu sambandi verði nýtt með sem bestum hætti fyrir land og þjóð til framtíðar. Saman sköpum við ný viðskiptatækifæri með áherslu á sjálfbærni.
Á árinu 2018 var tekin ákvörðun um að Landsbankinn myndi fylgja þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem og nýjum viðmiðum UNEP-FI um ábyrga bankastarfsemi sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sjá nánar í kaflanum heimsmarkmið SÞ og ábyrg bankastarfsemi.
Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki segir að fjármálafyrirtæki skuli marka sér stefnu í umhverfismálum, um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð. Í samræmi við eigandastefnuna hefur Landsbankinn m.a. verið virkur þátttakandi í starfi UN Global Compact, er aðili að verkefni Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), er stofnaðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi (IcelandSIF) og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og gefur árlega út samfélagsskýrslu í samræmi við viðmið Global Reporting Initiative (GRI).
Samfélagsstefna Landsbankans var samþykkt árið 2011 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Samfélagsstefnan er mótuð með víðtækri aðkomu tekjusviða bankans til að tryggja að hún sé hluti af kjarnastarfseminni. Fyrst var áhersla lögð á innra starf, s.s. umhverfisvottun, jafnlaunavottun, loftslagsmál, stjórnarhætti, vistvænar samgöngur og svo framvegis. Síðan færðist aukin áhersla á samþættingu samfélagsábyrgðar í vöruframboði bankans, s.s ráðgjöf, fjárfestingar og lánveitingar. Á undanförnum árum hefur sérstök áhersla verið lögð á innleiðingu á stefnu í ábyrgum fjárfestingum og unnið að því að efla og dýpka þekkingu sérfræðinga bankans á málaflokknum. Sjá nánar í kaflanum um ábyrgar fjárfestingar.
Samfélagsstefna bankans á að endurspegla það viðhorf að skýr stefna og markmið í samfélagsábyrgð hafi jákvæð áhrif á útlán og ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dragi úr rekstraráhættu. Stefnumörkun bankans, þar með talið í samfélagsábyrgð, liggur hjá framkvæmdastjórn og bankaráði Landsbankans. Samfélagsleg verkefni sem tilheyra aðgerðaáætlun til ársins 2020 eru unnin af þverfaglegu teymi sem í eru fulltrúar allra sviða.
Landsbankinn ætlar að vera til fyrirmyndar í stjórnarháttum og fylgja leiðbeinandi reglum Kauphallarinnar, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins þar um. Sjá nánar um fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á vef Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti.
Landsbankinn tekur þátt í eftirfarandi samstarfi um samfélagsábyrgð:
Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð. Landsbankinn var einn af stofnaðilum Festu árið 2011.
United Nations Global Compact. Landsbankinn hefur verið þátttakandi í UN Global Compact á heimsvísu frá árinu 2006.
United Nations Principles for Responsible Investment (UN PRI). UN PRI eru samtök fjárfesta, sjóðafyrirtækja og greinenda sem hafa það að markmiði að innleiða umhverfis- og samfélagssjónarmið, auk góðra stjórnarhátta, í ákvarðanatöku við fjárfestingarákvarðanir.
United Nations Environment Programme Finance Initiative (UNEP-FI). Landsbankinn var einn af stofnaðilum UNEP-FI árið 1992.
IcelandSIF, samtök um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi. Landsbankinn var einn af stofnaðilum IcelandSIF árið 2017. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um þær.
Parísarsamkomulagið. Landsbankinn undirritaði í nóvember 2015 yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum ásamt rúmlega 100 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Festu.