Rekja má innleiðingu samfélagsábyrgðar í Landsbankanum með því að lesa eldri samfélagsskýrslur bankans.1 Við efnistök og afmörkun skýrslunnar var litið til eftirfarandi atriða:
Upplýsingar í samfélagsskýrslunni eru unnar af starfsfólki bankans á ýmsum sviðum en utanaðkomandi ráðgjafi var fenginn til að ritstýra skýrslunni og tryggja gæði upplýsinga.2
Tilvísunartafla sem fylgir skýrslunni skýrir að hve miklu leyti grein er gerð fyrir hverju viðmiði. Um sum viðmiðanna er fjallað ítarlega í skýrslunni á meðan einungis er gerð grein fyrir öðrum í tilvísunartöflunni. Í þeim tilfellum þar sem ekki er að fullu gerð grein fyrir ákveðnum vísum stafar það af því að upplýsingar vantar eða þær eru ekki samanburðarhæfar. Til að forðast endurtekningar vísar tilvísunartaflan til annarra miðla og skýrslna bankans þar sem við á, vegna upplýsinga um einstök viðmið.
Allar upplýsingar í skýrslunni eiga við um almanaksárið 2018. Landsbankinn hvetur þá sem kynna sér efni skýrslunnar til að senda bankanum ábendingar um hvaðeina sem betur má fara í þeim hluta starfseminnar sem snýr að samfélagsábyrgð, sem og ábendingar um úrbætur á framsetningu skýrslunnar.
1. Samfélagsskýrslur Landsbankans eru aðgengilegar á vef bankans,
2. Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð.